top of page
Algengar spurningar 

Er hægt að senda beint á instagram?

Nei, einungis er hægt að senda myndir

á instagram úr farsímum og spjaldtölvum

Hægt er að senda mynd úr myndakassa í

farsíma og þaðan senda á instagram.

 

 

Get ég sótt myndakassa sjálf/ur og sett upp?

Einungis á Baugnum, annars sjá Instamyndir um

alla uppsetningu á höfuðborgarsvæði.

Utan höfuðborgarsvæðis er hægt að sækja sjálfur.

 

 

Hvað verður um myndirnar?

Eftir viðburð eru allar myndir sendar á myndagallerý á netinu og send slóð á tengilið. Einnig hægt að fá myndir  á usb lykil.

 

 

Hvað er hægt að hafa myndakassann lengi?

Myndakassinn er sóttur fyrir miðnætti á virkum dögum

Daginn eftir um helgar.

Hafið samband vegna sérþarfa.

 

 

Er hægt að kaupa myndakassa af ykkur?

Nei.

 

 

Myndin sem ég sendi úr kassanum kom ekki?

Slegið hefur verið inn vitlaust símanúmer eða netfang, 

 Internet gæti hafa dottið út.

Ósendar myndir eru sendar strax og myndakassinn kemst í netsamband.

 

 

Er hægt að láta myndir sem teknar eru birtast á skjávarpa?

Það er hægt en þá þarf  að tengja auka tölvu við

skjávarpa, þarf að athuga fyrst hvernig tengi eru á skjávarpa.

 

 

Get ég notað minn eigin bakgrunn?

Já, mælum með að breidd sé yfir 2m, hæð 2.4m.

 

 

Er hægt að prenta út myndir á staðnum?

Já, hægt er að leigja háhraða prentara sem prentar

myndir á  8-12 sekúndum (10x15cm)

 

 

Leigið þið búnað á landsbyggðina?

Ef viðburður er ekki í frá Reykjavík þarf

að ræða sérstaklega við okkur.

Hvað ef búnaður skemmist í útleigu?

Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði sem er leigður út.

Skemmdir  á búnaði eru rukkaðar aukalega.

 

 

 

bottom of page